Kæri viðskiptavinur og velunnari,
 
Eins og áður hefur verið tilkynnt þá tók Hilton Reykjavík Nordica yfir rekstur Nordica Spa frá 1. desember 2014. Það er okkur ánægja að tilkynna þér að rekstri stöðvarinnar verður haldið áfram en nú undir nýju nafni nýrra rekstraraðila: Hilton Reykjavík Spa. Við bjóðum þér því eftir sem áður að njóta þess að sinna líkama og sál í okkar húsakynnum og munum gera okkar besta til að veita þér framúrskarandi þjónustu.
 
Um leið og við þökkum þér fyrir sýnda þolimæði í þann tíma sem óvissa hefur ríkt um framhald reksturs stöðvarinnar, bjóðum við þér að þiggja 50% afslátt af mánaðarlegu gjaldi nú í desember mánuði. Vikuna 1.- 5.  desember verða unnar úrbætur á sturtuklefum í bæði kven- og karlaklefum, og biðjumst við velvirðingar á því að ekki verður hægt að notfæra sér búnings- og sturtuaðstöðu meðan á viðgerðinni stendur. Blautsvæðið (innipottar og vatnsgufur) verður lokað vegna viðgerða og yfirhalningar frá 1. til 15. desember en aðgangur verður að útipotti og útigufu.
Snyrti- og nuddstofan verður jafnframt lokuð 1.-5. desember en tækjasalur verður opinn  allan desember auk þess sem hóptímar verða í boði.
 
Um leið og við óskum þér velfarnaðar í komandi jólaönn, vonumst við til að þú gefir þér tíma til að nýta þér Hilton Reykjavík Spa í desember. Við hlökkum jafnframt til að bjóða þig velkominn á nýjum forsendum á komandi ári.
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA
Vertu fyrst(ur) til að fá fréttirnar ný námskeið, vörur og tilboð!
Skrá mig á póstlista
OPNUNARTÍMAR
Mán. - Fös.   06:00 - 20:00 
Laugard.       09:00 - 18:00
Sunnud.        10:00 - 14:00
HAFA SAMBAND
Hilton Reykjavík Spa
Suðurlandsbraut 2 
108 Reykjavík
Sími 444 5090 
VERTU MEÐ Á FACEBOOK
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook síðunni okkar.