Einkaþjálfarar sem taka þig enn lengra

Fólk á öllum aldri, stærðum og gerðum getur notið góðs af einkaþjálfun. 

Einkaþjálfarar okkar hjálpa þér að ná tilsettum markmiðum með því að hanna æfingaáætlun með þarfir þínar í huga og tryggja að æfingarnar séu rétt gerðar. Hvort sem þú vilt grenna þig, styrkja, auka liðleika, snerpu eða einfaldlega láta þér líða betur hjálpa einkaþjálfararnir okkar þér að ná árangri og viðhalda áhuga.  Þeir veita þér einnig ráðgjöf um mataræði sem hentar með þinni æfingaáætlun.  Allir okkar einkaþjálfarar eru menntaðir í faginu og hafa áralanga reynslu að baki.

Verðskrá
Verð er breytilegt eftir einkaþjálfurum. Mælt er með að haft sé beint samband við þann þjálfara sem óskað er eftir til að fá verð. 
Þjálfarar í sal sem útbúa æfingaáætlun og fylgjast með þér
Innifalið í meðlimakortum okkar er aðgangur að líkamsræktarþjálfara í tækjasal sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir hvern og einn, kennir á tækin og aðstoðar eftir þörfum new item
EINKAÞJÁLFARAR OG ÞJÁLFARAR Í SAL
Patrick J. Chiarolanzio
Netfang: 6921799@gmail.com
Sími:692-1799
Deild: Einkaþjálfari og þjálfari í sal.
Patrick hefur stundað líkamsrækt í 25 ár og starfað sem einkaþjálfari síðan 1997. Hann hefur tekið þátt í vaxtarækt og varð Íslandsmeistari í þeirri grein árið 2001. Árið 2011 tók hann ákvörðun um að mennta sig sem markþjálfi og lauk því námi árið 2012, en hans áhersla er heilsumarkþjálfun. Hann hefur einnig mikla reynslu í því að þjálfa einstaklinga sem eiga við einhverskonar meiðsli að stríða og hefur tekist að aðstoða marga með áherslu á hollt mataræði og hreyfingu. 
Unnur Jónsdóttir
Sími:868-1661
Deild: Einkaþjálfari og þjálfari í sal. Unnur lærði einkaþjálfun og hefur starfað sem slík síðan 2002. Hún hefur unnið að heilsurækt um15 ára skeið, á Nordicaspa ásamt fleiri stöðum, hún hefur einnig tekið fjölda námskeiða í þjálfun og heilsurækt. Unnur er útivistarmanneskja og stundar fjallgöngur að sumri sem vetri ásamt gönguskíðum og svigskíðum. Unnur lærði gönguleiðsögn árið 2003 og hefur starfað sem leiðsögumaður. Árið 2010 lærði hún landvörslu og hefur í 4 sumur starfað fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á Lónsöræfum
Þór Guðnason
Netfang: thor@thorgudna.com
Sími: 697-6700
Deild: Einkaþjálfari

Þór hefur stundað hug- og heilsurækt í tæp 20 ár. Árið 2001
ákvað hann að gera áhugamálið að atvinnu og fór til Bandaríkjanna í Rope Yoga
kennara nám hjá Guðna Gunnarssyni ásamt einkaþjálfaranámi hjá I.S.S.A.  og hefur síðan unnið sem einkaþjálfari í tækjasal og Ropeyoga kennari. Þór hefur einnig lagt stund á Ashtanga-jóga og hefur alltaf haft mikinn áhuga á jógaheimspeki. Árið 2010 varði Þór fjórum mánuðum við jógakennaranám hjá hinum virta jógameistara BNS Iyengar í borginni Mysore á Indlandi þar sem áhersla var lögð á Ashtanga jóga í heild sinni, jóga stöður, öndun, Pranayama og Mudras
orkuæfingar ásamt jógaheimspeki..