NÁMSKEIÐ & OPNIR TÍMAR
Boxnámskeið hjá Patta hefjast aftur í haust
Boxnámskeiðin hefjast aftur í haust, að öllu jöfnu standa þau í 4 vikur. Frábær þjálfun, tækni þol og styrkur. Láttu vaða og skelltu þér með. Skráning á nordicaspa@nordicaspa.is og í síma 444 5090.
Lífstíll & Næring hefjast aftur í haust

Námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í sitt besta form og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Hér verður ekkert gefið eftir! 
 
Námskeiðið er að öllu jöfnu í 4 vikur og er byggt upp á 4 næringarfyrirlestrum, hóptímum, þreki og lyftingum. Farið verður vel yfir  hvaða skref skal taka í átt að bættum lífsstíl sem inniheldur hollt mataræði og hreyfingu. Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Mikið aðhald.

Kennari: Agnes Þóra er með master í íþróttanæringarfræði frá University of Colorado at Colorado Spring (UCCS). Fyrir það útskrifaðist hún með bachelor í næringafræði með áherslu á hreyfifræði frá University of Rhode Island. Agnes er einnig Certified Strength and Conditioning Specialist (CSCS), frá the National Strength and Conditioning Association (NSCA og TRX certified.

Stutt, Stíft og Strangt hefjast aftur í haust
4 vikna námskeið byggt á fjölbreyttum hádegistímum - Tilvalin leið til að koma sér af stað á nýja árinu. 

5 sinnum í viku í hádeginu 
fjölbreytilegir tímar - Þrek, Dýnamískar teygjur -Cxworx - Yoga - Grit
Fróðleikur og mataruppskriftir


Ashtanga Vinyasa lokað
Á byrjendanámskeiðinu er innifalin mæting í leidda tíma auk tíma að eigin vali. Byrjendanámskeiðið er sniðið til að undirbúa nemendur til að dýpka þekkingu á Ashtanga Vinyasa í öðrum tímum stöðvarinnar sem eru ekki leiddir. Hafðu hugfast að við tölum minna og iðkum meira, ekkert lærist betur en með iðkuninni sjálfri.

Skráning og nánari upplýsingar á www.ashtangayoga.is eða með því að skrifa póst á yoga@ashtangayoga.is
Velkomin í núið

„Núvitund, stundum kallað árvekni eða gjörhygli, byggist á hugleiðsluaðferðum búddískrar sálfræði. Þjálfun í núvitund tvinnar saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þjálfun í núvitund hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð.
Áherslan er á að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálf-stýringu hugans og sættast betur við það sem er. Með fræðslu, stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun er markmiðið að öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.

 Skráðu þig núna í síma 444 5090 ða á nordicaspa@nordicaspa.is“ Verð: 49.000 kr , meðlimir fá 10% afslátt 
  
Innifalið er handbók og geisladiskur 

Kennt 17:30 til 19:00 einu sinni í viku.
  
Leiðbeinendur: Guðbjörg Daníelsdóttir, Margrét Bárðardóttir, Herdís Finnbogadóttir, Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingar .

  

  
BÓKANIR & TÍMAPANTANIR
í síma 444 5090 & nordicaspa@nordicaspa.is
OPNUNARTÍMI SPA & GYM
mán-fim.  06:00 - 20:00
föstud.     06:00 - 20:00
laugard.    09:00 - 18:00
sunnud.     10:00 - 14:00

*Tækjasalur og heilsulind loka 15 mínútum fyrr.