NÁMSKEIÐ & OPNIR TÍMAR
Allir tímar og námskeið
Sumar Shape - Hilton Reykjavík Spa 
6 vikna námskeið sem hefst 27.apríl 2015

Fjölbreyttir og skemmtilegir tímar þar sem líkamanum er ögrað með fjölbreyttum þjálfunaraðferðum. T.d. Þrekhringir, Tabata, Kviðtímar, Lotuþjálfun, Rúlla og Teygjur.
 
Veldu þína leið að betri lífsstíl. 
Allt að 5 tímar í viku í boði þar með talið  næringarfróðleikur vikulega, mælingar, næringarfræðifyrirlestur og lokahóf. 

YOGAWORKSHOP
 
Laugardaginn 9.maí klukkan 11:40 í beinu framhaldi af Vinyasa yogaflæði.

Stútfullur tími af fróðleik, yogaiðkun, góðum ráðum og tækni.
Hvað er Pranayama og til hvers?
Farið yfir vöðvafræði líkamans með áherslu á axlargrind, mjaðmir og kviðvöðva.
Taugar og innkirtlakerfi, getum við haft áhrif með yogaiðkun?
Líkamslásarnir (Bandhas)
Tæknilegar æfingar, mjaðmaopnanir og hjartaopnanir.
Hvað þýðir að "opna" líkaman?
Skoðum stutt myndband frá Dr. Gil Headley.


Hot yoga - teygjur og öndunaræfingar
4 vikna námskeið sem hefst þriðjudaginn 13. janúar 2015. 
 
Góðar yogateygjur í bland við öndunaræfingar í 38-40° hita þar sem líkaminn nær meiri sveigjanleika og kemst dýpra inn í stöðurnar. Rétt öndun hjálpar okkur að nýta betur súrefnið í umhverfinu og þar af leiðandi láta orkuna flæða betur í líkamanum. Notast er við fornar öndunaræfingar sem samkvæmt yogafræðunum hjálpa við kvíða, astma og þyngdartapi meðal annars. 

Tímar:  17:30 – þriðjudaga og fimmtudaga ( 60 mín) 

> Nánar

Einkatímar í yoga með Þóru Hlín og Dísu 
Nú er hægt að panta einkatíma í yoga með Þóru Hlín og Dísu Lareau.

Farið er yfir stöður, þær leiðréttar og komið til móts við einstaklinginn eftir því hvað hann vill, ef einhver spennuferli eru í líkama og aðstoða við að losa um þau í gegnum stöðurnar. Nemendur geta að lokum séð stóran mun á sinni praktís eftir einn einkatíma. 
 
Innifalið: Aðgangur að heilsulind, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.
 
Verð: 11.900 kr. fyrir einn  /  14.900 kr. fyrir tvo
BÓKANIR & TÍMAPANTANIR
í síma 444 5090 & spa@hiltonreykjavikspa.is
OPNUNARTÍMI HILTON REYKJAVÍK SPA
mán-fim.  06:00 - 20:00
föstud.     06:00 - 20:00
laugard.    09:00 - 18:00
sunnud.    10:00 - 16:00
hátíðard.    10:00 - 14:00

*Tækjasalur og heilsulind loka 15 mínútum fyrr.